Færsluflokkur: Bloggar

Raunsæishjal Sigga gamla

Skal ei lengur skorta trú
á skammtímalausnum.
En Íslendingar eru nú
allir á hausnum.

Gjaldþrot banka blasir við
birgjar missa trúna.
Sósíalisminn sigraði, þið
sjáið það allir núna.

 


Bölvað kjaftæði er þetta

Búss kann varla að stokka spil frekar en Framsóknarmenn. Það þarf enginn að segja mér það að hann ákveði eitt né neitt. Þeir örfáu af íhaldsfasistunum í Repúblikanaflokknum sem eru ekki undir meðalgreind taka allar ákvarðanir. Annars væri rottufésið Búss löngu búið að ýta á rauða hnappinn. Svona rétt til að prófa eins og fávitum er tamt sem skilja ekki afleiðingar gjörða sinna.  Sveiattan, þetta er hinn versti amlóði og fávesalingur!
mbl.is Bush stokkar upp í herliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsökunarbeiðni til bloggara

Ég vil nota tækifærið nú þegar runnið er af mér og biðja menn nær og fjær afsökunar á sumu orðbragði mínu síðustu 3 daga. Ég verð svona stundum þegar ég smakka það en mér er sagt að ég hafi verið í þessu ástandi nú í 3 daga og veit ég ekki betur.

Ég vil aftur biðja menn afsökunar og vona að ég hafi ekki sært neina með framferði mínu.

Með kveðju

Sigurður Sigurðsson
sjómaður.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband