Þetta er ungt og leikur sér.
3.8.2008 | 22:46
Ég tók mér það bessaleyfi að fá þessa mynd að láni af síðu fjölskylduvinar míns, Snorra Guðjóns Bergssonar. Þess mæta drengs.
Heldur þykir mér nú ólíklegt að blessuð börnin verði þetta brosmild þegar veislan er yfirstaðin. Timburmenn, ógleði og önnur vanlíðan tekur við eftir helgina. Ég er að vissu leyti ánægður að vera orðinn of gamall fyrir svona lagað. Ég man enn þá tíð frá minni æzku, af eigin reynslu, að sukkið var skemmtilegt meðan á stóð en erfitt þegar yfir lauk. Þetta virðast vera hinir heilbrigðustu unglingar sem verður vonandi ekki meint af bröltinu á Heimaey. Ég óska þeim alls hins bezta og skemmtunar góðrar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.