Sekur
8.9.2008 | 08:59
Ég játa fúslega að hafa borið stóra ábyrgð á þessari aukningu í sölu áfengis á Íslandi. Ég sit hér einn, gamall og bitur nöldurskjóða og hef ekkert annað að gera en að fá mér nokkra sopa.
Það rétt svo rennur af mér þegar ég hleð fallbyssuna fyrir seinni hálfleik með kellingarbeiglunni í þarnæstu íbúð. Hún er nú orðin dálítið slitin og varla að hægt sé að klípa neitt í svalirnar á henni, nema þá vel hífaður. Og tennurnar á henni orðnar mislitar af áralöngum reykingum og óhóflegri drykkju.
En eins og við KR-ingar segjum: Allt sem er svartröndótt er gott.
Fyrir tveimur árum reyndi ónefndur aðili að fá mig til að fjárfesta í hlutabréfum og nefndi eitt eða tvo fyrirtæki til leiks. Þar hefði ég glatað milljónunum mínum, þeim sem ég hafði svo mikið fyrir að safna hér á árum áður.
Ég er mjög glaður að hafa frekar drukkið út vextina og laumað nokkrum seðlum að einstæðu móðurinni á neðstu hæðinni.
ÁTVR hefur selt áfengi fyrir 11,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.