Afturgenginn aftur
12.9.2008 | 22:08
Á ónefndri síðu átti ég í dálitlum vísnaskotum við ágæta frú, sem vitnaði til vísu hins mikla skálds Einars Ben og taldi sig jafnframt þekkja mig í því samhengi. En að því búnu var þeim umræðum lokað og fer því vel.
Ég hafði þó sett saman á örskotsstundu smá leirburð sem ég birti nú hér, rétt til að halda til haga, ef fari ég að gefa út ljóðabók á gamals aldri.
Vita skalt mín góða ven
er vits mér þrýtur kraftur.
Verð ég aldrei Einar Ben
afturgenginn, aftur.
Og er þessu máli þarmeð lokið, vonast ég til.
Góðar stundir.
Eftirmáli: Ég er bláedrú nú um stundir og hef því góða afsökun fyrir því að vera væminn og meyr í hjarta. En ég á hér inni í skáp gamla koníaksflösku...
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:10 | Facebook
Athugasemdir
gaman að sjá þig aftur Sigurður sæfari :)
Óskar Þorkelsson, 12.9.2008 kl. 22:15
Heill og sæll; Sigurður minn, og aðrir skrifarar !
Snilldartexti; í bundnu máli, sem óbundnu.
Með beztu kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:27
Tíminn drepur okkur öll á endanum. Af honum hef ég ekki nóg.
Þetta er hugmynd sem ég daðra við. Ég ákvað að taka tappann úr koníaksflöskunni. Hana fær enginn að erfa.
Varðandi bókina er ekki eftir neinu að bíða, sé einhver viljugur að gefa hana út.
Mikið ertu annars falleg kona Hallgerður mín ef mér leyfist að taka svo til orða.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 22:35
Ég þakka góð orð Óskar þó eigi sé ég þeirra verðugur. Ég geri ráð fyrir að þú hafir migið í saltan sjó í lítravís.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 22:39
Nú vildi ég vera þér hjá,
og koníak af þér þiggja.
botnaðu nú minn kæri,gaman að sjá þig á blogginu aftur.
Dísa skvísa. (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:50
Æ, ég held að kallinn sé skemmtilegri fullur.
Snorri Bergz, 12.9.2008 kl. 22:55
Botn:
Eins og allir mega sjá
ég uni meðal friggja.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 22:59
Og kærar þakkir Dísa fyrir góða kveðju:
Engin þarf að vera smeyk
ef opna ég nú flösku.
Af ást ég brenn nú upp í reyk
eða niðrí ösku.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 23:02
Tek síðasta comment aftur. Karlinn er óstöðvandi.
Snorri Bergz, 12.9.2008 kl. 23:04
Oft ég furða mig á þér
er að óttu dregur.
Enda ertu eins og vér
ósköp vinalegur.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 23:07
Botnaðu þá þennan:
Æ er sé ég meyjarband
oft mig fer að dreyma.
Snorri Bergz, 12.9.2008 kl. 23:09
Jájá, hér kemur hann:
Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 23:10
Ég held þér sé alveg óhætt að fara að gefa út ljóðabókina, og takk fyrir ljóðið til mín. Skáldagyðjan þín er varla í flöskunni, þar sem þú virðist geta ort ágætlega edrú (jafnvel þunnur).
Þú ert augljóslega ekki allur sem þú ert séður.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 23:13
Þessi var nú stolinn Siggi. Hefurðu ekki annan?
Snorri Bergz, 12.9.2008 kl. 23:15
Jújú.
Nú er horfið Norðurland.
Nú á ég hvergi heima.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 23:17
Af ást ég brenn nú upp í reyk,
eða niðri í ösku
ekki er ég við þig smeik
og vil með þér deila flösku.
kv,þín Dísa
Dísa skvísa. (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:20
Eflaust gef ég ei út bók
er espast öldur tíðar.
En mér er orðið brátt í brók
bless, við sjáumst síðar.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 23:21
Þessi er líka stolinn
Snorri Bergz, 12.9.2008 kl. 23:27
Jæja, brúnliðarnir farnir til sjávar.
Æ, er sé ég meyjarband
oft mig fer að dreyma.
----
Ögrum skorið Ísaland
ótal unaðsheima.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 23:30
Sko kallinn...varla ertu búinn með flöskuna strax?! :)
Snorri Bergz, 12.9.2008 kl. 23:35
Nú flaskan er farin í aldanna skaut
og full kemur aldrei til baka.
Hver ætli vilji botna þennan koníaksslegna fyrripart?
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 23:49
Hún datt á hausinn.
Sigurður Sigurðsson, 13.9.2008 kl. 08:42
Nú flaskan er farin í aldanna skaut
og full kemur aldrei til baka.
Siggi´enni stútaði einn út í laut
löng var því eigi hans vaka.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 11:18
Hér í landi lýginnar,
lýðir standa hissa.
Þegar andans aumingjar,
annara hlandi pissa!
Hafið þessa sígildu vísu annars Kristjáns en Jónssonar í huga, SS og HP, áður en þið klæmist aftur á Fjallaskáldinu dapra eða farið ílla með kviðlingana hans!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.