Úr fjölskyldualbúminu

Að gefnu tilefni vil ég segja frá eftirfarandi:

Ég var að fletta fjölskyldualbúminu í morgun og sá þá brúðkaupsmynd af burgeisnum Magnúsi kaupmanni Sigurðssyni á Grund í Eyjafirði og brúði hans, Margréti Sigurðardóttur frænku minni úr Fnjóskadal, frá 1924.

Ég heyrði af þeim sögur þegar ég var lítill og held ég hafi hitt þau hjónin forðum. En þegar þau giftust var hún aðeins rúmlega þrítug, en hann nær áttræðu. Og lifðu hamingjusömu lífi!

Ég vil því minna myndarlegar konur á fertugsaldri á, að ég er yngri en Magnús var á sínum tíma. Og hef víagra upp á að hlaupa ef með þarf. Ég skal jafnvel hætta að drekka (svona mikið) ef rétt kona gengur í hlað!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Afstæður víst aldur er
einhverjir ku segja.
Uppgjöf þekkist ekki hér
en ætla þó að þegja.

Sigurður Sigurðsson, 19.9.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband