Ljótar konur
21.10.2008 | 09:23
Ljótar konur liggja oft
ljúfar, graðar, spenntar.
Með lærin bæði uppí loft
og lappirnar glenntar.
Vil síðan bæta við vísu eftir Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld og KR-ing.
Ein gálan mér gaf undir fót
gjafmild hún var þessi snót.
Ég tott átti að hljóta
en tók þá til fóta.
Því hún var svo helvíti ljót.
Flokkur: Kvennafar og fyllerí | Facebook
Athugasemdir
Þú lætur ekki deigann síga fremur fyrri daginn, Sigurður minn.
Þó verð ég að efast um að vísurnar þínar ylji siðavöndum fémínístum nema í meðallagi, jafnvel illa það. En það verður auðvitað að hafa það.
Og mikið held ég að útrásarhyskið og önnur peningagerpi öfundi þig þessa dagana. En eins og þú þú veist, þá hvorki geta þessi grey né kunna að berja saman þokkalegar afmorsvísur sér til hughreystingar í vesöld sinni.
Jóhannes Ragnarsson, 21.10.2008 kl. 09:42
Það er aldeilis upp á þér tippið! Hélt þú værir hættur að semja dónavísur. Fékk annars athugasemd í email um daginn, vegna þess að ég væri að kvitta hjá þér; maðurinn (sem ég hef aldrei hitt) spurði hvort ég væri "fríkuð".. og það væri stöðu minni ekki við hæfi að kvitta hjá dónakalli.
Það er auðvitað "out of character" fyrir Sigga Sig að fara að vera (allt of)prúður á sinni eigin síðu, en ég er þakklát honum á meðan hann er prúður á minni.
knús.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.