Hlutabréfin í Glitni

Allt er nú á tundri og tjá
þó tæpast á mér bitni.
Því feginn er að engin á
ég hlutabréf í Glitni.

 


Mánudagur

Allt á öðrum endanum víða
ekkert virðist nást í lag.
Og ég fékk ekki neitt að ríða
alveg síðan á fimmtudag.


Farið í lax

Ekki er eftir neinu að bíða
ég ætla að drífa mig í lax.
Ég þarf þó fyrst að fá að ríða
fyrr en síðar, nei strax.


Enginn er verri, þó hann sé...

framsóknarmaður. En ef viðkomandi væri ekki framsóknarmaður, myndi hann eflaust skána verulega á mjög skömmum tíma.

Hverjir héldu að ég ætlaði að fara að vitna í Hrafn Gunnlaugsson?


Af perraskap gamals sjómannsræfils og róna

"Lögreglan í Portland, Oregonríki í Bandaríkjunum, fékk kvartanir vegna nakinnar konu á hjólaskautum sem væri á ferð á háannatíma í borginni. Slíkt er reyndar leyfilegt í Oregon og ekki óalgengt að rekast þar á nakta hjólreiðamenn."

Bæti við að þetta er úr frétt á mbl.is. En ég vil segja af þessu tilefni:

Oft ég góni á eftir penu píunum
prúðum svona lon og don.
En veit þó hvert ég fer í fríunum
flýg beina leið til Oregon.


Mánudagar til mæðu?

Vart eru mánudagar til mæðu
er margir vilja trúa.
Fann ég mér lausláta læðu
og leyfði henni að...sjúddirarirei.

%&/#$%&#"

Margar átti ég unaðsstundir
oftast framar vonum. 
Einkum þegar ég lenti undir
öllum þessum konum.


Ástfanginn af fallegri konu. Hvað annað?

Jájá, gamli hundurinn er búinn að læra nýtt trikk. Til allra þeirra fallegu kvenna sem heiðra hafa Sigga gamla með innliti á þessa annars ómerkilegu bloggsíðu.

Hull KR?

Jedúddamía. Mikill snillingur hér á blogginu kenndi mér í gegnum síma hvernig ég set inn svona netmyndbönd eins og sumir hafa verið að gera.

Og auðvitað sló ég inn KR og hvað ætli ég hafi fengið á skjáinn?

Þetta plat KR lið er ekki aðeins að nota nafn og búninga KR án leyfis, heldur kann það ekki fótboltareglurnar.


Korter yfir tíu

Í kenderíi að kveða rímu
ég kætast mun að nýju.
Ég kominn var í kvennavímu
um kortér yfir tíu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband