Hlutabréfin í Glitni
29.9.2008 | 15:25
Allt er nú á tundri og tjá
þó tæpast á mér bitni.
Því feginn er að engin á
ég hlutabréf í Glitni.
Mánudagur
29.9.2008 | 07:42
Allt á öðrum endanum víða
ekkert virðist nást í lag.
Og ég fékk ekki neitt að ríða
alveg síðan á fimmtudag.
Farið í lax
25.9.2008 | 16:11
Ekki er eftir neinu að bíða
ég ætla að drífa mig í lax.
Ég þarf þó fyrst að fá að ríða
fyrr en síðar, nei strax.
Enginn er verri, þó hann sé...
24.9.2008 | 16:21
framsóknarmaður. En ef viðkomandi væri ekki framsóknarmaður, myndi hann eflaust skána verulega á mjög skömmum tíma.
Hverjir héldu að ég ætlaði að fara að vitna í Hrafn Gunnlaugsson?
Af perraskap gamals sjómannsræfils og róna
22.9.2008 | 23:51
"Lögreglan í Portland, Oregonríki í Bandaríkjunum, fékk kvartanir vegna nakinnar konu á hjólaskautum sem væri á ferð á háannatíma í borginni. Slíkt er reyndar leyfilegt í Oregon og ekki óalgengt að rekast þar á nakta hjólreiðamenn."
Bæti við að þetta er úr frétt á mbl.is. En ég vil segja af þessu tilefni:
Oft ég góni á eftir penu píunum
prúðum svona lon og don.
En veit þó hvert ég fer í fríunum
flýg beina leið til Oregon.
Kvennafar og fyllerí | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagar til mæðu?
22.9.2008 | 10:58
er margir vilja trúa.
Fann ég mér lausláta læðu
og leyfði henni að...sjúddirarirei.
%&/#$%"
21.9.2008 | 19:55
Margar átti ég unaðsstundir
oftast framar vonum.
Einkum þegar ég lenti undir
öllum þessum konum.
Ástfanginn af fallegri konu. Hvað annað?
19.9.2008 | 22:40
Hull KR?
19.9.2008 | 22:33
Jedúddamía. Mikill snillingur hér á blogginu kenndi mér í gegnum síma hvernig ég set inn svona netmyndbönd eins og sumir hafa verið að gera.
Og auðvitað sló ég inn KR og hvað ætli ég hafi fengið á skjáinn?
Þetta plat KR lið er ekki aðeins að nota nafn og búninga KR án leyfis, heldur kann það ekki fótboltareglurnar.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Korter yfir tíu
19.9.2008 | 22:20
ég kætast mun að nýju.
Ég kominn var í kvennavímu
um kortér yfir tíu.