Úr fjölskyldualbúminu

Að gefnu tilefni vil ég segja frá eftirfarandi:

Ég var að fletta fjölskyldualbúminu í morgun og sá þá brúðkaupsmynd af burgeisnum Magnúsi kaupmanni Sigurðssyni á Grund í Eyjafirði og brúði hans, Margréti Sigurðardóttur frænku minni úr Fnjóskadal, frá 1924.

Ég heyrði af þeim sögur þegar ég var lítill og held ég hafi hitt þau hjónin forðum. En þegar þau giftust var hún aðeins rúmlega þrítug, en hann nær áttræðu. Og lifðu hamingjusömu lífi!

Ég vil því minna myndarlegar konur á fertugsaldri á, að ég er yngri en Magnús var á sínum tíma. Og hef víagra upp á að hlaupa ef með þarf. Ég skal jafnvel hætta að drekka (svona mikið) ef rétt kona gengur í hlað!

 


Jedúddamía. Nú er mér öllum lokið

Nú fer ég að fjarlægja spegilinn úr baðherberginu mínu. Það er varla að maður þori orðið í sturtu.

Treg mörg tár á vorri brá
er tel ég sáru árin.
Því ferleg fjári eru þau grá
fjandans nárahárin.


Niðurlæging

Siggi var úti með ærnar í haga
allar með riðu og illsku í maga.
En mun verra þó var
að vér KRingar
unnum ei uppi á Skaga.

Að Slútnesi

Það var hér í gamla daga, meðan það þótti fínt að vera sósíalisti, helst af öllu ungur sósíalisti. Þá skömmuðust menn sin ekki fyrir skoðanir sínar og fóru í feluleik eins og nú er gert.

Nei og aftur nei. Þetta var í gamla daga meðan menn máttu hafa róttækar skoðanir og þurftu ekkert að skammast sín fyrir þær.

Þetta var um mitt sumar 1948, áður en Ísland gekk í NATÓ og friðsæld var mikil í landi og meðal þjóðar. Þá vorum við KRingar að hrifsa til okkar Íslandsmeistaratitilinn frá þessum fáráðum í Fram. Þessu félagi má þó ekki líkja við þá "framara" sem ort var um í vísunni frægu.



Fram þjáðir menn í þúsund löndum
þjakaðir af drykkju og greddu.
Og haf'ekkert meir undir höndum
en hlýjuna af Snorra-Eddu.

 

Ég man að ég reis upp við dögg í litla risherberginu mínu á Lindargötunni við þrumur og eldingar. Ég varð nú hálf smeykur við þetta, en gat þó huggað mig við ég svaf sem betur fer ekki einn þá nótt. Ég hafði kynnst stúlku í Æskulýðsfylkingunni, afar huggulegri stelpu að austan. Ég man ekki lengur frá hvaða sveit, en hún lá nærri einhverju fiskiþorpinu. Þetta var eiginlega fyrsta ástin í lífi mínu. Fyrsta ástin sem eitthvað kvað að.

Hvorugt okkar gat sofnað aftur, en nóg um það.

Þennan dag fórum við um það bil þrjátíu félagar í Æskulýðsfylkingunni í sumarferðalag norður og austur og svo framvegis. Guðmundur Jónasson var fararstjóri, mig minnir að hann hafi verið í forsvari fyrir okkur ungsósíalista á þeim tíma, eða amk meðal helstu foringjanna. Afar indæll maður.

Við stoppuðum fyrst í Ferstiklu. Þá voru engin göng og vegir erfiðir. En þetta hafðist. Þar drukkum við kaffi og sungum nokkra baráttusöngva. Við vorum semsagt stödd í návígi við lægi það sem herskip hans hátignar notaði meðal annars til að klyfja skip í förum norður til Múrmansk til hjálpar Stalín sjálfum á stríðsárunum. Við fórum samt voðalega lítið út úr húsi enda var leiðinlegt veður, rigning með köflum og hryssingslegt yfir að líta.

Við ókum síðan að Fornahvammi þar sem matur beið okkar. Mikið var maður nú feginn. Garnirnar voru farnar að gaula hærra í mér en í garnastöð Sambandsins forðum. Ég og daman mín skutumst afsíðis smá stund en síðan var haldið áfram yfir Holtavörðuheiði og náum til Blönduóss rétt eftir miðnætti. Þar reistum við tjöld fyrir framan gistihúsið. Dimmt var yfir en engin rigning.

Ég fékk auðvitað að skora mark þarna á Blönduósi, enda höfum við KRingar löngum verið sókndjarfir.

Við héldum síðan áfram í súld og leiðinda veðri. Upphaflega ætluðum við að drekka kaffi í Varmahlíð, en lítið varð úr því. Við stímdum beina leið til Akureyrar og fengum okkur í svanginn á hóteli þar. Man ekki hvað það heitir eða hét. Við skoðuðum síðan Akureyri í nokkra klukkutíma og fékk ég nokkra blauta kossa þarna í garði einhvers staðar. Ég man voða lítið annað frá staðnum, annað en að einhverjir íhaldsdrengir eða framsóknarfjósamenn á svipuðum aldri og við hreyttu að okkur ónotum; töluðu um kommúnistakóna og sögðu að við værum svikarar við íslensku þjóðina.

Ég efa þó að nokkur þeirra hafi elskað Ísland og íslenska þjóð eins heitt og meðaljóninn í hópi okkar. Við vorum þó amk ekki búnir að girða niður um okkur fyrir Kananum.

En til að gera langa sögu stutta héldum við áfram ferð okkar og ókum austur í þingeyska framsóknarloftið. Við ætluðum að skoða okkur þar um, mæna á hið fagra umhverfi Mývatns og skoða gróður í Slútnesi, sem ku vera gróðursælasti blettur á Íslandi. Og þangað komumst við, þreytt og lúin.

slutnes_ArniEinarsson

En ég var nokkuð sæll með dís drauma minna í fanginu alla leiðina. Æjá, þá var maður ungur og lék sér.

En ekki vissi ég þá, að í þessum góða hópi, væru svikarar, sem aðeins rúmum mánuði síðar tóku að ybba gogg vegna Tékkagaldursins. En sem betur fer voru þeir fáir.

En því miður var dís drauma minna í þeim hópi.


Auglýst eftir konu einu sinni enn

"Gamall maður fyrir aldur fram, með brostinn hrjúfan róm" orti hirðskáld okkar KR-inga, sósíalistinn hann Bubbi Morthens sem ég hef miklar mætur á.

Ég er hins vegar hinn hressasti enn og á besta aldri. Ég birti myndina sem er hér til hliðar einhverju stærri. Réttast er að geta þess að börn eða barnabörn eru engin fyrirstaða. Ég set samt fyrirvara um barnabarnabörn, ellikerlingin á ekkert erindi til mín frekar en Framsóknarkonur og Valskvendi. Að öðru leyti er ég mátulega vandlátur, þó ekki um of. Einsemdin er engum holl.

 

siggi.jpg 

Einsemd víst er engum holl
aleinn, bitur, hrjáður.
Ég datt í þennan drullupoll
drukkinn eins og áður.

 


Kvennavandamál einu sinni enn!

Att00201

Kvöldin forðum í Cuxhaven

Í Cuxhaven forðum á kvöldum
kvennafar oft sat að völdum.
Að gamnast í griðum
við graðir oft riðum
á elegant ungviðahöldum.

Vér áttum oft ungfrúr á snærunum
eða ultum um fullir með gærunum.
En magnaðasta mærin
oft mjúk varð um lærin
er mætt'hún mér stífum á nærunum.


Enn lýst eftir konu: 4. tilraun

Hún þarf að vera aðeins umburðarlyndari en þessi!

 

SEINT HEIM


Ég lýsi enn á ný eftir konu.

Þriðja tilraun.

Ég lýsi semsé eftir konu sem er vön að nota hjálpartæki.

auto-femme


Ég lýsi eftir konu

sem er góð að bóna bíla.

 

handjobsign


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband