Auglýst eftir konu
14.9.2008 | 20:26
Akurnesingar dottnir í neðri deild
14.9.2008 | 19:39
Mér þykir einsýnt að mínir menn þurfi ekki að gera sér ferð í þetta rokrassgat á næsta ári og er það vel. Þessir fávesalingar steinlágu fyrir Þrótturum af öllum liðum og slíkt er ekki til eftirbreytni fyrir lið sem vill vera í deild áfram með KR. (Ég minni á pistilinn hér að neðan, þar sem rifjað var upp 13-1 sigur okkar KRinga á rauðröndóttu platdrengjunum). Að kalla hana "Deild þeirra bestu" er að sjálfsögðu dregið af þátttöku okkar KR-inga í henni árlega.
Verst er að fnykinn úr óæðri (Hlíðar)endanum þurfum við KR ingar að þola áfram á næsta ári. Best væru þeir geymdir á sama stað og vælukjóarnir af Skaganum.
(Til hægri er mynd af ungum Skagamanni)
Áður fyrr hafði ég gaman að Skagamönnum þó þeir hafi tekið fullmikla athygli frá KR undanfarin 60 ár fyrir minn smekk. Það er eins með þessa bólu eins og aðrar, þær springa allar á endanum. Þeir fóru afskaplega í mínar taugar í sumar þegar Eyrnabíturinn var að þjálfa þá, stöðugt vælandi og hann þó hæst. Ég er ekki viss um að við sjáum meira af þeim í nánustu framtíð, farið hefur fé betra -- enda féð af Skaganum meira og minna með riðu eða hvað þetta heitir aftur munn og klaufaveikin.
Skagakerlingar hafa þó ávallt verið hinar hressustu, hef ég nokkur kynni af þeim sem ég tíunda kannski síðar þegar vel liggur á mér. Þá á ég ekki við mannkerlingarnar í þessu liði þeirra í ár, fussumsvei. Þessi Stefán miðherji ætti frekar að æfa aðrar íþróttir en knattspyrnu. Það hlýtur að vera snarklikkaður eða blindfullur maður sem velur þennan nashyrning í íslenska landsliðið.
Ég legg svo að endingu til að þeir endurnefni íþróttasvæðið sitt, sem þeir kalla Jaðarsbakka, að mig minnir. Réttnefni þeirra nú er Grafarbakki sem mér finnst passa ákaflega vel. "Kátir voru karlar á kútter Haraldi" sungu Skagamennnirnir oft á vellinum í gamla daga. Nú er Kútterinn sokkinn og skipperinn dauður.
Þannig fór um sjóferð þá.
Eitt sinn var skepna á Skaganum
skreið um allt gólfið á maganum.
Var senter með ÍA
allskonar spýja
og hengdi upp eistun á snaganum.
Kvennafar og fyllerí | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Minnisstæður sigur
14.9.2008 | 10:53
Úr því ég er farinn að rifja upp gamla söguþætti verð ég að rifja upp eftirminnilegasta leik minna manna í KR. Ég man ekki nákvæmlega hvað ár þetta var, en um það bil 1956 eða 1957.
Þá var haldið haustmót fótboltafélaganna. Þá voru færri lið í efstu deild en nú er og leiktíðin styttri. Því kom þetta haustmót ágætlega til sögunnar.
En leikur þessi, sem mér er efst í huga, var milli stórveldis KRinga og austanbæjarstrákanna í Þrótti. Ég hef aldrei haft neinar taugar til Þróttar, enda spila þeir í skemmdum KR-búningnunum; setja rauðar KFUMstrákarendur á hinn háheilaga, svartröndótta KRbúning.
En úrslitin urðu 13-1. Fyrir KR að sjálfsögðu. Þetta var 1956 eða 1957. Kannski einhver áhugamaður um fótbolta geti bætt hér um betur og gefið nánari upplýsingar um þennan merkilega leik.
Áfram KR. (Setti skemmtilega mynd með, en gárungur nokkur sendi mér hana í síðustu viku. En ég er mjög sáttur við þetta, enda sameinar þessi mynd tvö helstu áhugamál mín. Vantar bara koníaksflösku þarna á myndina).
Eftirmáli: Ég missti gjörsamlega af leiknum hjá KR í gær. Skil ekki hvað var að mér. Sennilega verð ég bara svona gleyminn þegar ég er edrú. Fátt er svo með öllu gott að ekki boði eitthvað illt.
Merkilega gaman að enska tuðrusparkinu
13.9.2008 | 15:13
Voðalega leiddist mér í dag, fyrri hluta dags. Ég ákvað að reyna að vera edrú og ekki láta undan freistni Bakkusar, Díónysusar og hvað þeir heita nú allir.
Það entist nú ekki lengi. Ég átti erindi inní úthverfin og þar sem ég beið eftir strætisvagni vestur í bæ, óðfús að losna við austurbæjarpestina, varð ég skyndilega svangur og ákvað að fá mér að borða. En lítið gat maður nú notið matarins fyrir hávaða og látum, enda var hér um svokallaðan fótboltastað að ræða.
Ég lagðist því svo lágt að horfa á fótbolta án þess að KR væri að spila. Þarna voru tvo lið að spila og tók ágætis drengur sem sat þarna rétt hjá að sér að útskýra fyrir mér hvað væri í gangi. Ég man ekki hvað annað liðið hét en liðið sem vann heitir Liverpool.
Ég kom oft til Liverpool á árum áður; sigldi þangað með fisk á árum áður. Fyrst kom ég til Liverpool þegar ég var rétt nýorðinn sautján ára og var í öðrum eða þriðja túrnum mínum. Þetta var undir lok stríðsins. Við sigldum til Hebrides og laumuðumst þaðan til Liverpool, þar sem við stimpluðum og síðan til Fleetwood. Þá fóru skipsmenn gjarnan á næstu krá, versluðu ýmislegt sem til var og keyptu gjafir fyrir kærustur, vini og vandamenn heima. Ég var þá svo ungur, að ég hafði ekkert vit á öðrum konum en heimasætunum úr sveitinni. En skipstjórinn lét einn hásetann fara með mig og Sigga litla messagutta til klæðskera sem íslenskir sjómenn versluðu gjarnan við þar í borg. Þar fékk ég mín fyrstu alvöru spariföt. Karlinn var ágætur og seldi góða vöru ódýrt. Við fórum allir þangað, nema Palli vélamaður sem neitaði að skipta við fatajúða. Hann hafði víst verið í nazistahópi strákanna á árunum fyrir stríð. En síðan sigldum við heim og ég gat sent foreldrum mínum fallega hluta heim í sveitina. Ég held ég eigi enn einhvers staðar bréfið sem mamma sendi mér suður. Hún hafði aldrei áður átt svona fallegt hálsmen.
En afsakið þetta inngrip. Ég hef lifað tímann tvenna skal ég segja ykkur. Jedúddamía.
Í mínum huga er Liverpool ekkert meira en höfnin. Síðar lærði maður að meta góðu hlutina við Liverpool, t.d. góðan félagsskap á hafnarkránum. Þar fékk ég sífýlis í fyrsta en ekki síðasta skipti.
En aftur að fótboltanum. Ég hafði merkilega gaman að leiknum. Ég skal ekki fullyrða að ég muni halda með Liverpool, enda vil ég helst aðeins styðja lið í KR búningnum, en ég er kominn með smá taugar til þessa liðs, sem strákurinn þarna sagði að væri merkasta fótboltalið Englands.
Ég verð víst að trúa honum uns annað kemur í ljós.
Flaskan mín fríð
13.9.2008 | 08:55
sungu þeir strákrnir í Ríó Tinto fyrir allmörgum árum. En þeir óskuðu sér að það færi nú fljótlega að klárast úr flöskunni.
Svoleiðis hugarfar átta ég mig ekki á. Ég opnaði koníaksflösku í gærkvöldi og Dísa skvísa bauðst til að koma í heimsókn og hjálpa mér að klára.
Ég deili flestu með öðrum, en eldgömlu koníaki, sem ég keypti dýrum dómum í erlendri höfn, held ég fyrir sjálfan mig og hana nú.
Ég stapp þá tappanum aftur í og fór að sofa eftir að hafa fengið heimamyndband Baldurs Fjölnissonar birt á síðunni, í athugasemdakerfinu. Mig grunar að Baldur hafi fengið sér all hressilega neðan í því og farið þarmeð að gera einhverjar æfingar með ketti.
Ef vínið leikur menn grátt með þessum hætti fara nú að renna á mig steingrímur.
Annars er ágætt að vakna einstaka sinnum hress í sinni, hvorki þunnur né þykkur, rakur né blautur.
En hvað á maður að gera annað þegar gömlu vinirnir eru dánir eða fluttir til Spánar. Og félagsstarf okkar eldri borgara er sniðið að afa- og ömmuímyndum 19. aldar.
Ég er viss um að hundruður einstæðra eldri borgara sitja heima og láta sér leiðast. Ég kemst af með hjálp flöskunnar og tölvugarmsins sem sonur minn gaf mér og kenndi á síðast þegar hann kom til Íslands í heimsókn. Það var síðan nágranni minn sem kenndi mér á veraldarvefinn og þar sit ég flestum stundum og les.
Hvað hafa gamlir, einstæðir kallar eins og ég annað að gera við tímann? Ég ætla ekki að láta elli kerlingu (sjá mynd) taka mig baráttulaust og hana nú.
Kvennafar og fyllerí | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afturgenginn aftur
12.9.2008 | 22:08
Á ónefndri síðu átti ég í dálitlum vísnaskotum við ágæta frú, sem vitnaði til vísu hins mikla skálds Einars Ben og taldi sig jafnframt þekkja mig í því samhengi. En að því búnu var þeim umræðum lokað og fer því vel.
Ég hafði þó sett saman á örskotsstundu smá leirburð sem ég birti nú hér, rétt til að halda til haga, ef fari ég að gefa út ljóðabók á gamals aldri.
Vita skalt mín góða ven
er vits mér þrýtur kraftur.
Verð ég aldrei Einar Ben
afturgenginn, aftur.
Og er þessu máli þarmeð lokið, vonast ég til.
Góðar stundir.
Eftirmáli: Ég er bláedrú nú um stundir og hef því góða afsökun fyrir því að vera væminn og meyr í hjarta. En ég á hér inni í skáp gamla koníaksflösku...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Klukk!?
12.9.2008 | 18:52
Ég var klukkaður af Arnþóri: http://addisig.blog.is/blog/addisig/entry/639185/ Fékk þetta sent í skilaboðum.
Eg var dálítinn tíma að átta mig á þvi hvað væri um að ræða, en eftir að hafa rannsakað málin tel ég mig hafa komist að ásættanlegri niðurstöðu.
En til að gera enga vitleysu afritaði ég það sem Arnþór sagði og set mitt inn í staðinn.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
Sveitastrákur
Sjómaður á togara
Fraktarasjómaður
Hafnarverkamaður í Cuxhaven
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Hoppsassa paa sengekanten
Stjörnumerkjamyndirnar dönsku
Síðasti bærinn í dalnum
Brekkukotsannáll
Fjórir staðir sem ég hef búið á.
Sveitin gamla
KR-hverfið í Reykjavík
Cuxhaven (missti af skipinu, var annars hugar; komst ekki heim fyrr en eftir 4 mánuði)
og ekkert meira því miður
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Beivads
Aðþrengdar eiginkonur
Kaliforníkæsjón
Svingtown
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :
Pattaya í Síam (með gömlum sjóaravinum)
Kúba (sósíalisminn maður)
Flórens, Pisa, Feneyjar og Róm (hámenning)
Húsavík
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :
www.vinbud.is
www.mbl.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Þorskur með hamsatólgi, nýjum kartöflum og HP sósu
Hrefnukjöt, vel kæst skata og þorramatur
Hólsfjallalambakjöt, ekkert SS kjaftæði
Ostrur og mikið af þeim (þegar ég hef kvenfólk í mat)
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Rauða kverið
Gerska ævintýrið og Í Austurvegi eftir Kiljan
Lærðu að Tantra
The Book of Mormon
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
Heimir Fjeldsted
Anna Kristjánsdóttir
Jóhannes Ragnarsson úr Ólafsvík
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna :
Skakka loftið í Cuxhaven
Á leik á KR vellinum
Yubjamm í Amsterdam
Á lagernum í ÁTVR
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
"Stærðin skiptir greinilega máli"
12.9.2008 | 17:59
Vegna endurtekinna kvartana má ég ekki tengjast fréttum lengur. En það kemur ekki að sök nema hún bíti hinn seka.
Stærðin skiptir greinilega máli segir í frétt Morgunblaðsins.
Já, mig grunaði það.
Hugsanlega þess vegna hef ég notið svona mikillar kvenhylli í gegnum tíðina.
Klámfenginn í hugsunum?
12.9.2008 | 17:33
Ég sem ætlaði að vera stilltur eftir rauða spjaldið, en það er nánast búið að renna af mér svo ég verð að spæna mig aðeins upp. Ég sé að hef verið eitthvað væminn í síðasta pistli og athugasemdum og verð því að bæta það upp hið snarasta.
-----
Forðum daga var slengt fyrriparti á Flosa Ólafsson, hið siggagamlíska skáld, eitthvað á þessa leið:
Oft er Flosi á kostum klúr
kjaftfor bæði og illa skældur.
Og Flosi svaraði eitthvað á þessa leið:
En ef ég færi að verða væminn
vísast yrði margur spældur.
Ég bið trúfasta lesendur vora að setja "Siggi" í staðinn fyrir "Flosi" og lesa þetta aftur.
Síðan kom önnur, sömu gerðar, en nú set ég "Siggi" inn í stað Flosa þegar í stað.
Siggi er á kostum klúr
og klámfenginn í hugsunum.
Þetta segja fínar frúr
en fara samt úr buxunum.
Elsku dúllurnar mínar
12.9.2008 | 16:20
Ég er kominn aftur. Skelþunnur að vísu, en kominn aftur.
Ég elska ykkur öll, sérstaklega suma(r).
Knús og kossar
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)