Minnisstæður sigur

KRÚr því ég er farinn að rifja upp gamla söguþætti verð ég að rifja upp eftirminnilegasta leik minna manna í KR. Ég man ekki nákvæmlega hvað ár þetta var, en um það bil 1956 eða 1957.

Þá var haldið haustmót fótboltafélaganna. Þá voru færri lið í efstu deild en nú er og leiktíðin styttri. Því kom þetta haustmót ágætlega til sögunnar.

En leikur þessi, sem mér er efst í huga, var milli stórveldis KRinga og austanbæjarstrákanna í Þrótti. Ég hef aldrei haft neinar taugar til Þróttar, enda spila þeir í skemmdum KR-búningnunum; setja rauðar KFUMstrákarendur á hinn háheilaga, svartröndótta KRbúning.

En úrslitin urðu 13-1. Fyrir KR að sjálfsögðu. Þetta var 1956 eða 1957. Kannski einhver áhugamaður um fótbolta geti bætt hér um betur og gefið nánari upplýsingar um þennan merkilega leik.

Áfram KR. (Setti skemmtilega mynd með, en gárungur nokkur sendi mér hana í síðustu viku. En ég er mjög sáttur við þetta, enda sameinar þessi mynd tvö helstu áhugamál mín. Vantar bara koníaksflösku þarna á myndina).

Eftirmáli: Ég missti gjörsamlega af leiknum hjá KR í gær. Skil ekki hvað var að mér. Sennilega verð ég bara svona gleyminn þegar ég er edrú. Fátt er svo með öllu gott að ekki boði eitthvað illt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þarf virkilega að tyggja það upp fyrir þér að verða aldrei svo edrú að þú missir minnið?  Ég get ekki reimað skóna mín á morgnana fyrr en ég er búinn að bölva Framsókn og fá mér afréttara.  Oft er einn kaldur í fastandi maga ágætur, þ.e., eftir lýsissopann sem er ómissandi.

Frjálsir bloggarar;    Mér datt í hug að stigna upp á því við þá sem ofbýður ritskoðun á la Morgunblaðið, Sovíetríkin, Kúba, Kína o. fl., að við boðum fagnaðarerindið með kveðjum okkar, t.d., svona einhvernveginn;

Kær kveðja, Björn bóndiïJð Munið bloggsíðuna; http://blekpennar.com

Sigurbjörn Friðriksson, 14.9.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband