Afsökunarbeiðni til bloggara
6.8.2008 | 21:33
Ég vil nota tækifærið nú þegar runnið er af mér og biðja menn nær og fjær afsökunar á sumu orðbragði mínu síðustu 3 daga. Ég verð svona stundum þegar ég smakka það en mér er sagt að ég hafi verið í þessu ástandi nú í 3 daga og veit ég ekki betur.
Ég vil aftur biðja menn afsökunar og vona að ég hafi ekki sært neina með framferði mínu.
Með kveðju
Sigurður Sigurðsson
sjómaður.
Athugasemdir
Gott hjá þér. Haltu þér nú þurrum.
Snorri Bergz, 6.8.2008 kl. 21:35
Þakka þér fyrir. En geturðu beðið tvíburana að hringja til mín í kvöld áður en þær fara til Danmerkur. Þær svara ekki GSM. Ég þarf að tala við þær og biðja þær afsökunar.
Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 21:37
Þú getur sjálfum þér um kennt. Þú hefur skrifað þannig að ég skil þær ósköp vel að hafa ekki geð í sér að tala við þig núna.
En ég skal reyna.
Snorri Bergz, 6.8.2008 kl. 21:39
Jæja, hvað sagði Magga?
Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 21:52
Láttu mig í friði, okkur báðar.
Margrét Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 21:55
Jæja, góða nótt þá. Ég vona að ykkur snúist hugur. Kær kveðja, pabbi.
Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 22:29
Heyrðu Sigurður, það er engin afsökun að vera dauðadrukkinn. Hinsvegar komast gamlir sjóarar upp með ýmislegt, svo þetta er allt í sómanum.
Eigum við ekki að fá okkur í glas um helgina, ég get reddað viagra ef þig vantar.
kop, 7.8.2008 kl. 01:16
Enginn er verri þó hann vökni, Sigurður minn, haltu bara þínu striki.
Jóhannes Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.