Afsökunarbeiðni til bloggara

Ég vil nota tækifærið nú þegar runnið er af mér og biðja menn nær og fjær afsökunar á sumu orðbragði mínu síðustu 3 daga. Ég verð svona stundum þegar ég smakka það en mér er sagt að ég hafi verið í þessu ástandi nú í 3 daga og veit ég ekki betur.

Ég vil aftur biðja menn afsökunar og vona að ég hafi ekki sært neina með framferði mínu.

Með kveðju

Sigurður Sigurðsson
sjómaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Gott hjá þér. Haltu þér nú þurrum.

Snorri Bergz, 6.8.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þakka þér fyrir. En geturðu beðið tvíburana að hringja til mín í kvöld áður en þær fara til Danmerkur. Þær svara ekki GSM. Ég þarf að tala við þær og biðja þær afsökunar.

Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Snorri Bergz

Þú getur sjálfum þér um kennt. Þú hefur skrifað þannig að ég skil þær ósköp vel að hafa ekki geð í sér að tala við þig núna.

En ég skal reyna.

Snorri Bergz, 6.8.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jæja, hvað sagði Magga?

Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 21:52

5 identicon

Láttu mig í friði, okkur báðar.

Margrét Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 21:55

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

 Jæja, góða nótt þá. Ég vona að ykkur snúist hugur. Kær kveðja, pabbi.

Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 22:29

7 Smámynd: kop

Heyrðu Sigurður, það er engin afsökun að vera dauðadrukkinn. Hinsvegar komast gamlir sjóarar upp með ýmislegt, svo þetta er allt í sómanum.

Eigum við ekki að fá okkur í glas um helgina, ég get reddað viagra ef þig vantar.

kop, 7.8.2008 kl. 01:16

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Enginn er verri þó hann vökni, Sigurður minn, haltu bara þínu striki.

Jóhannes Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband