Klukk!?
12.9.2008 | 18:52
Ég var klukkaður af Arnþóri: http://addisig.blog.is/blog/addisig/entry/639185/ Fékk þetta sent í skilaboðum.
Eg var dálítinn tíma að átta mig á þvi hvað væri um að ræða, en eftir að hafa rannsakað málin tel ég mig hafa komist að ásættanlegri niðurstöðu.
En til að gera enga vitleysu afritaði ég það sem Arnþór sagði og set mitt inn í staðinn.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
Sveitastrákur
Sjómaður á togara
Fraktarasjómaður
Hafnarverkamaður í Cuxhaven
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Hoppsassa paa sengekanten
Stjörnumerkjamyndirnar dönsku
Síðasti bærinn í dalnum
Brekkukotsannáll
Fjórir staðir sem ég hef búið á.
Sveitin gamla
KR-hverfið í Reykjavík
Cuxhaven (missti af skipinu, var annars hugar; komst ekki heim fyrr en eftir 4 mánuði)
og ekkert meira því miður
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Beivads
Aðþrengdar eiginkonur
Kaliforníkæsjón
Svingtown
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :
Pattaya í Síam (með gömlum sjóaravinum)
Kúba (sósíalisminn maður)
Flórens, Pisa, Feneyjar og Róm (hámenning)
Húsavík
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :
www.vinbud.is
www.mbl.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Þorskur með hamsatólgi, nýjum kartöflum og HP sósu
Hrefnukjöt, vel kæst skata og þorramatur
Hólsfjallalambakjöt, ekkert SS kjaftæði
Ostrur og mikið af þeim (þegar ég hef kvenfólk í mat)
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Rauða kverið
Gerska ævintýrið og Í Austurvegi eftir Kiljan
Lærðu að Tantra
The Book of Mormon
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
Heimir Fjeldsted
Anna Kristjánsdóttir
Jóhannes Ragnarsson úr Ólafsvík
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna :
Skakka loftið í Cuxhaven
Á leik á KR vellinum
Yubjamm í Amsterdam
Á lagernum í ÁTVR
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:59 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert jafn fyndinn og ég er væmin - og þá er nú mikið sagt!
I am shaken, but not stirred ... .. að lenda í þessu klukki hjá þér Herra Sigurður. En ég virðist vera sú sem hleypur einna hægast í stórfiskahlaupinu, því þú ert sá þriðji sem klukkar mig! .. Ég á því klukk á lager... smellist á bláa klukkið.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 19:09
Smá tæknivilla, - klukkið er svart en undirstrikað og verður rautt við ásmellun.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 19:10
Ég á stjörnumerkjamyndirnar til rippaðar niður þannig að þær passa allar saman á einn DVD disk. Þetta eru ekki gerilsneyddu útgáfurnar sem voru sýndar í Hafnarbíói í denn heldur alvöru aksjón. Mig munar ekkert um að koma þessu á disk og senda þér það. Hafir þú áhuga þá sendu mér meil á galdur@yway.com. Kveðja, BF.
Baldur Fjölnisson, 12.9.2008 kl. 19:31
Ég vildi aðeins þakka þér hlý orð í minn garð, kallskarfans. En úr því ég er byrjaður að yrkja, í þakklætisskyni til Óskars Helga Svarthamars,
http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/entry/639212/#comment1713650
held ég því bara áfram.
Ljúft er eiga svo fagurt fljóð
að félaga, svo bjarta.
Ég yrði þér hérmeð ástarljóð
innst úr mínu hjarta.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 19:32
Vísan var til Jóhönnu, ekki Baldurs.
Baldur: Ég á auðvitað allar þessar myndir. Keypti þær í Danmörku. En hvað er ripp? Ég á heldur ekkert DPD, læt gamla vídótækið duga.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 19:36
En ég þakka þér Baldur engu að síður hlýjan hug í minn garð.
Ég er eiginlega djúpt snortinn yfir þeim mikla hlýhug sem mér er sýndur.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 19:38
En hvað segirðu um mynd þar sem leikendurnir eru kvenkyns dvergur, tveir náungar og miðaldra kona sem er "stjórnandi" dvergsins. Ég sé að þessi mynd er í grimmri deilingu á vikingbay.
Að rippa merkir að færa kvikmyndir (eða tónlist) yfir í tölvuskrár sem síðan er hægt að dreifa eins og öðrum tölvuskrám og spila í tölvum, dvd spilurum ýmsum smáspilurum sem menn eru með í vasanum og jafnvel símum.
Baldur Fjölnisson, 12.9.2008 kl. 19:43
Jóhanna:
á að vera YRKI ekki YRÐI. Þetta er því svona.
Ljúft er eiga svo fagurt fljóð
að félaga, svo bjarta.
Ég yrki þér hérmeð ástarljóð
innst úr mínu hjarta.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 19:47
Baldur. Hvaða klámhundur heldurðu eiginlega að ég C? Ég er algjörlega á móti klámi eins og lesendur þessa bloggs vita mætavel.
En erótík er allt annar handleggur.
Sigurður Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 21:01
blank_pageJamm, iðnaðarklám nútímans er hræðilegur viðbjóður og það er í rauninni enn eitt fíkniefnið sem valdaapparötin dæla skipulega í fólk í stjórnunarskyni. Það þarf alltaf stærri og öfgakenndari skammta. Fólk er brotið niður með fíknum af ýmsu tagi og lamið niður í skítinn og þegar það er komið á botninn er það tekið í meðferð og endurforritað og verður eftir það súperkóarar - sem hentar valdaapparatinu alveg sérlega vel. Þegar helmingur landsmanna hefur farið í meðferð og restin er að bíða eftir að komast í meðferð þá kóa menn með hverju sem er jafnvel botnlausum hroka og heimsku fjármálaráðherrans og annarra strumpa á svipuðu stigi í ríkisstjórninni. Fíkniefni og fíkn almennt verða þannig stjórnunartæki sem skýrir hvers vegna kerfið lætur það vandamál sífellt bólgna út þrátt fyrir að í rauninni ætti að vera tiltölulega einfalt að útrýma því.
Baldur Fjölnisson, 12.9.2008 kl. 22:44
Sigurður, værirðu annars til í að horfa á þessa klippu í 10 mínútur og láta mig vita hvort það hefur einhver merkjanleg áhrif á þig ... Virðingarfyllst, BF.
Baldur Fjölnisson, 12.9.2008 kl. 23:01
Ég nenni ekki að horfa á þetta í 10 mínútur. Þetta endurtekur sig alltaf.
Andlitsmyndin af þér er blá. Einstaklingurinn á vaskinum er svartur, hvaða köttur er þetta með þér?
Ég vil þó taka fram að mér kemur ekki þitt einkalíf við þó þú hafir birt þetta myndskeið úr heimamyndavélakerfi þínu.
Ég þakka þér engu að síður þín innlegg. Mér sýnist við vera nokkuð sammála pólitískt séð eftir lestur minn á þínu bloggi.
Lifi byltingin!!
Sigurður Sigurðsson, 13.9.2008 kl. 00:20
Ég var bara að reyna að koma þér út úr karakter. Þú ert án efa ung fyrirmyndarmanneskja. Kveðja, B.F.
Baldur Fjölnisson, 13.9.2008 kl. 00:39
Ég þekkti nú einn Baldur Fjölnisson fyrir um það bil hálfri öld. Varla var nokkuð um afa þinn og alnafna að ræða, Baldur yngri?
En ég get hvorki talist ung- né fyrirmyndarmanneskja.
Sigurður Sigurðsson, 13.9.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.