Að Slútnesi

Það var hér í gamla daga, meðan það þótti fínt að vera sósíalisti, helst af öllu ungur sósíalisti. Þá skömmuðust menn sin ekki fyrir skoðanir sínar og fóru í feluleik eins og nú er gert.

Nei og aftur nei. Þetta var í gamla daga meðan menn máttu hafa róttækar skoðanir og þurftu ekkert að skammast sín fyrir þær.

Þetta var um mitt sumar 1948, áður en Ísland gekk í NATÓ og friðsæld var mikil í landi og meðal þjóðar. Þá vorum við KRingar að hrifsa til okkar Íslandsmeistaratitilinn frá þessum fáráðum í Fram. Þessu félagi má þó ekki líkja við þá "framara" sem ort var um í vísunni frægu.



Fram þjáðir menn í þúsund löndum
þjakaðir af drykkju og greddu.
Og haf'ekkert meir undir höndum
en hlýjuna af Snorra-Eddu.

 

Ég man að ég reis upp við dögg í litla risherberginu mínu á Lindargötunni við þrumur og eldingar. Ég varð nú hálf smeykur við þetta, en gat þó huggað mig við ég svaf sem betur fer ekki einn þá nótt. Ég hafði kynnst stúlku í Æskulýðsfylkingunni, afar huggulegri stelpu að austan. Ég man ekki lengur frá hvaða sveit, en hún lá nærri einhverju fiskiþorpinu. Þetta var eiginlega fyrsta ástin í lífi mínu. Fyrsta ástin sem eitthvað kvað að.

Hvorugt okkar gat sofnað aftur, en nóg um það.

Þennan dag fórum við um það bil þrjátíu félagar í Æskulýðsfylkingunni í sumarferðalag norður og austur og svo framvegis. Guðmundur Jónasson var fararstjóri, mig minnir að hann hafi verið í forsvari fyrir okkur ungsósíalista á þeim tíma, eða amk meðal helstu foringjanna. Afar indæll maður.

Við stoppuðum fyrst í Ferstiklu. Þá voru engin göng og vegir erfiðir. En þetta hafðist. Þar drukkum við kaffi og sungum nokkra baráttusöngva. Við vorum semsagt stödd í návígi við lægi það sem herskip hans hátignar notaði meðal annars til að klyfja skip í förum norður til Múrmansk til hjálpar Stalín sjálfum á stríðsárunum. Við fórum samt voðalega lítið út úr húsi enda var leiðinlegt veður, rigning með köflum og hryssingslegt yfir að líta.

Við ókum síðan að Fornahvammi þar sem matur beið okkar. Mikið var maður nú feginn. Garnirnar voru farnar að gaula hærra í mér en í garnastöð Sambandsins forðum. Ég og daman mín skutumst afsíðis smá stund en síðan var haldið áfram yfir Holtavörðuheiði og náum til Blönduóss rétt eftir miðnætti. Þar reistum við tjöld fyrir framan gistihúsið. Dimmt var yfir en engin rigning.

Ég fékk auðvitað að skora mark þarna á Blönduósi, enda höfum við KRingar löngum verið sókndjarfir.

Við héldum síðan áfram í súld og leiðinda veðri. Upphaflega ætluðum við að drekka kaffi í Varmahlíð, en lítið varð úr því. Við stímdum beina leið til Akureyrar og fengum okkur í svanginn á hóteli þar. Man ekki hvað það heitir eða hét. Við skoðuðum síðan Akureyri í nokkra klukkutíma og fékk ég nokkra blauta kossa þarna í garði einhvers staðar. Ég man voða lítið annað frá staðnum, annað en að einhverjir íhaldsdrengir eða framsóknarfjósamenn á svipuðum aldri og við hreyttu að okkur ónotum; töluðu um kommúnistakóna og sögðu að við værum svikarar við íslensku þjóðina.

Ég efa þó að nokkur þeirra hafi elskað Ísland og íslenska þjóð eins heitt og meðaljóninn í hópi okkar. Við vorum þó amk ekki búnir að girða niður um okkur fyrir Kananum.

En til að gera langa sögu stutta héldum við áfram ferð okkar og ókum austur í þingeyska framsóknarloftið. Við ætluðum að skoða okkur þar um, mæna á hið fagra umhverfi Mývatns og skoða gróður í Slútnesi, sem ku vera gróðursælasti blettur á Íslandi. Og þangað komumst við, þreytt og lúin.

slutnes_ArniEinarsson

En ég var nokkuð sæll með dís drauma minna í fanginu alla leiðina. Æjá, þá var maður ungur og lék sér.

En ekki vissi ég þá, að í þessum góða hópi, væru svikarar, sem aðeins rúmum mánuði síðar tóku að ybba gogg vegna Tékkagaldursins. En sem betur fer voru þeir fáir.

En því miður var dís drauma minna í þeim hópi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ekki er lengi friður fyrir þessum framsóknarmönnum.

Hversu mikið má á einn mann leggja?

Ég held að metið hjá mér séu þrjár portkonur sem lágu samasem ofan á mér í einu. En það var í Cuxhaven forðum.

Sigurður Sigurðsson, 17.9.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ert þú ekki eini KR-ingurinn sem styður Samfylkinguna? Man eftir gaur sem var í forystu samfylkingarinnar sem þóttist vera KR-ingur Mörður eitthvað,  helvítis svikamörður eiginlega.

S. Lúther Gestsson, 17.9.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Neinei, við Ingibjörg elskan höldum virkinu. Það verða alltaf einhverjir KRingar að hafa vit á pólítík.

En Mörðurinn já.  Ég veit nú ekki hvort hann sé svikamörður, en ég man nú eftir pabba hans frá því í gamla daga þegar menn þorðu að vera sósíalistar.

Sigurður Sigurðsson, 17.9.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já og ekki má gleyma honum Ellerti. Hann er þó framsóknarmaður í röngum flokki, en ég fyrirgef honum næstum allt fyrir að vera fyrirmyndar KRingur.

Og gott ef Bryndís systir hans sé ekki KRingur líka. Maður var nú skotinn í henni í gamla daga, en litli ljóti andarunginn hans Hannibals náði í hana. Hvernig hann fór að því, veit ég ekki. En ég man ekk betur en að Arnór bróðir hans hafi siglt með okkur forðum þegar við vorum að sækja timbur eða traktora til Ventspils.

Það er eina pilsið sem ég hef ekki viljað heimsækja oftar, amk ekki ófullur.

Sigurður Sigurðsson, 17.9.2008 kl. 18:20

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Falleg og rómantísk saga.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.9.2008 kl. 23:50

6 Smámynd: Sverrir Einarsson

Já ekki vont að hafa svona Kóng sem hirðskáld, það hentar honum að vera KRingur núna, svo er hann sennilega orðinn ansi blankur eftir allt verðbréfa tapið að nú gerist hann forsöngvari í sósíalistanna og blankmanna aftur,

Ellert er meiri KR-ingur en pólitíkus sem er það eina góða við hann, þeir fóru illa með hann þarna í Höllu Valar um árið og seint grær það sárið, en fjósamaður hefur hann aldrei verið eins og afstungni Óli, nú bóndi á staðnum hans Bessa úti á Álfta nesi.

Það vantar sjoppu núna þarna í Hvamminum Forna, alveg hæfilegt að stoppa þar áður en lagt er á þessa heiði sem lyggur svo hátt um holtin þar norður. En þeir ráða ansi mikklu þeir sem ráða í þessum skála hinna Stöðu í firði allra Hrúta og er það vont enda ekki Neinn að verða ansi frekur til sjoppumarkaðsins en stelpurnar þar sem afgreiða eru allar jafn skemmtilegar og er það vel.

Hvað hægt er að sækja í sveit Mývarga annað en ósætti veit ég ekki um enda hef ég ekki hitt neina Mývarga sem eru sammála og hef ég þó hitt þá æði marga.

Nú er hætt að halda böll í Skjólbrekkunni, eins og þau vour nú skemmtileg hér í den og margt brallað og svallað þá.

En eins og ég ættlað að segja hér í upphafi ég er önnum kafinn maður og hef því lítinn tíma til að vera að pikka svona komma-ment hér og set því .

Sverrir Einarsson, 18.9.2008 kl. 13:24

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég var edrú, frú Auður. Vaktaskiptin fara fram þegar búið er úr flöskunni.

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 18:50

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Stormviðvörun: Ég er byrjaður á nýrri.


Vínið oft glóir í glösunum
glansar og tælir.
Þá fækkar og einnig flösunum
fátækir eru sælir.

Oft er mig illa rekur í nauður
í alkóhólslausnum.
Er ég þá yfirleitt líka AUÐUR
innan í hausnum.

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 18:58

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Því vínið fer inn og vitið fer út
í vitleysu á börunum.
Því frekar vil ég en flöskustút
fagra konu á vörunum.

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 19:02

10 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Lagfært dálítið:

Því vínið fer inn og vitið fer út
í vitleysu á börunum.
Þó vil ég frekar en flöskustút
fagra konu á vörunum.

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 19:04

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ok, ég þurfti að reka nokkra brúnklædda stormsveitarmenn af Hlíðarendanum. En ég hef ekkert annað að gera en að yrkja.

Jedúddamía. En ég bið Auði fyrirfram afsökunar á þessari. Æ, mér finnst svo gaman að eiga tal af fögrum konum að ég espast allur upp.

Er ég graður eða hvað
eða hlaðinn nauði.
Feiki glaður ef fengi ég að
fara í bað með Auði.

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 19:18

12 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sigg er jú aðeins á Siggans hrömmum
en siggið þó lítið háir mér.
Því ég æfi þá vel á eldheitum ömmum
sem elska að láta strjúka sér.

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband