123456789

Seðlabankinn sýnist mér
soldið út úr kúnni.
Ekki síst ef enginn er
eftir upp'í brúnni.


Ríkisstjórnin ræflast þetta
og reikar um móki.
Stendur, en er við að detta
en allt er það í djóki.

Það er afleitt ástandið
í okkar fagra landi
Er ekki hægt að snúa við
öllu þess standi?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugur berst um hyggjusvið

hjartað skerst af ergi

Þegar að mest ég þurfti við

þá voru flesti hvergi........HÖF. ók.

Hallgerður (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hugur berst um hyggjuvit
hjartað skerst af krísum.
Ég er orðinn alveg á bit
á öllum þessum vísum!


En takk Hallgerður. Gaman að fá kompaní í þessum leirsmíðum, nú og áður.

Sigurður Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 14:40

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hver er þessi Siggi Sig
sem stökur þessar semur.
Afskaplega undrar mig
hve margar saman lemur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.10.2008 kl. 17:41

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ætlar þú á völlinn á morgun?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.10.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hver er þessi Siggi Sig?
sæta Jóga spyr mann.
Askaplega undrar mig
að enginn skuli þekkj'ann.

En Siggi er bara sjómannsgrey
er sýpur ört á víni.
Og hefur auk þess marga mey
makast við í gríni.

Sigurður Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 17:53

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Vil ég á völlinn fara á morgum
vinur minn Heimir að vonum.
Ég verð þá að drekkja djúpum sorgum
og drýgja hór með með konum.

Sigurður Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 17:56

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sigurður er sjómaður,
sannur vesturbæingur.
Hann er orðinn góðglaður
og gerir gys að mér ..

Samfylkingu styður hann,
horfir á KR-boltann,
þekkir einhver þennan mann,
með sína mörgu mey?  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.10.2008 kl. 19:14

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sigurður er sjómaður
sannur Vesturbæingur
Alltaf er hann ofsa graður
enda einhleypingur.

Ég eigi geri að þér gys
en gutla oft með vísu.
En varla vil ég fara á mis
við slíka rosaskvísu.

Sigurður Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 20:37

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sigurður vinur minn Sigurðsson.  Þar sem ég er enginn hagyrðingur, þá stal ég þessari frá vinkonu minni http://blekpenni.blog.is frá í vor eða sumar;

 Tussan sótrauð gapti gleið

gleypti ljótan reður.

Pussan ótrauð rennvot reið

reistu spjóti meður.

Kveðin afturábak hljómar hún svona:

Meður spjóti reistu reið

rennvot ótrauð pussan.

Reður ljótan gleypti gleið,

gapti sótrauð tussan.

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

Sigurbjörn Friðriksson, 5.10.2008 kl. 21:52

10 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Afsakið að ég skuli ekki hafa svarað fyrr. Það er varla runnið af mér enn eftir bikarúrslitaleikinn! Ég nenni nú ekki að eyða púðrinu á dónavísur, en skelli einni fram i fljótheitum.

Eftir mér í bóli beið
blíða, graða, hlussan
Ég fullur henni feitri reið
og fullnægðist nú pussan.

Sigurður Sigurðsson, 6.10.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband