Akurnesingar dottnir í neðri deild

pic00045Mér þykir einsýnt að mínir menn þurfi ekki að gera sér ferð í þetta rokrassgat á næsta ári og er það vel. Þessir fávesalingar steinlágu fyrir Þrótturum af öllum liðum og slíkt er ekki til eftirbreytni fyrir lið sem vill vera í deild áfram með KR. (Ég minni á pistilinn hér að neðan, þar sem rifjað var upp 13-1 sigur okkar KRinga á rauðröndóttu platdrengjunum). Að kalla hana "Deild þeirra bestu" er að sjálfsögðu dregið af þátttöku okkar KR-inga í henni árlega.

Verst er að fnykinn úr óæðri (Hlíðar)endanum þurfum við KR ingar að þola áfram á næsta ári. Best væru þeir geymdir á sama stað og vælukjóarnir af Skaganum.

(Til hægri er mynd af ungum Skagamanni)

Áður fyrr hafði ég gaman að Skagamönnum þó þeir hafi tekið fullmikla athygli frá KR undanfarin 60 ár fyrir minn smekk. Það er eins með þessa bólu eins og aðrar, þær springa allar á endanum. Þeir fóru afskaplega í mínar taugar í sumar þegar Eyrnabíturinn var að þjálfa þá, stöðugt vælandi og hann þó hæst. Ég er ekki viss um að við sjáum meira af þeim í nánustu framtíð, farið hefur fé betra -- enda féð af Skaganum meira og minna með riðu eða hvað þetta heitir aftur munn og klaufaveikin.

Skagakerlingar hafa þó ávallt verið hinar hressustu, hef ég nokkur kynni af þeim sem ég tíunda kannski síðar þegar vel liggur á mér. Þá á ég ekki við mannkerlingarnar í þessu liði þeirra í ár, fussumsvei. Þessi Stefán miðherji ætti frekar að æfa aðrar íþróttir en knattspyrnu. Það hlýtur að vera snarklikkaður eða blindfullur maður sem velur þennan nashyrning í íslenska landsliðið.

skaginnÉg legg svo að endingu til að þeir endurnefni íþróttasvæðið sitt, sem þeir kalla Jaðarsbakka, að mig minnir. Réttnefni þeirra nú er Grafarbakki sem mér finnst passa ákaflega vel. "Kátir voru karlar á kútter Haraldi" sungu Skagamennnirnir oft á vellinum í gamla daga. Nú er Kútterinn sokkinn og skipperinn dauður.

Þannig fór um sjóferð þá.


Eitt sinn var skepna á Skaganum
skreið um allt gólfið á maganum.
Var senter með ÍA
allskonar spýja
og hengdi upp eistun á snaganum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að rugla Guðjóni saman við Mike Tyson.  Guðjón beit í nef, ekki eyru.  Þar fyrir utan er gaman að sjá að KR-ingar eru enn jafn þroskaðir og lítillátir.  Er nema von að ekki nokkur maður þoli KR, nema þeir sem alast upp við heilaþvott í Vesturbænum.  Skaginn kemur aftur og verður stórveldi á ný.  KR verður áfram í miðjumoðinu, undir stjórn Gaua Þórðar eftir að Logi verður rekinn.  Þeir mega þó eiga það að þeir borga hæstu launin og spara þannig ríki og borg formúgur í atvinnuleysisbætur.

Örn Arnarson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:40

2 identicon

Það mætti halda að enginn hafi fallið nema skagamenn.

Við kaupum allavega ekki okkur sæti eins og KR, ekki gleyma að þið getið ekki neitt nema þegar skagamenn eru hluti af ykkar liðsheild.

Hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar.

Verði ykkur að góðu að fá GÞ í ykkar raðir, þá fer fyrir ykkur eins og TITANIC.

Skagamær (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Elsku yndið, Skagamær
unaðslega vakin.
Ætíð ert' oss afar kær
einkanlega nakin.

Sigurður Sigurðsson, 15.9.2008 kl. 23:30

4 identicon

Sæll Sigurður.

 Ljótar kveðjur fáum við Skagamenn frá þér. Því miður er staðreyndin sú að við spilum ekki í efstu deild á næsta ári, en þetta skítkast af þinni hálfu í okkar garð er þér til vansa ekki okkur. Hafa þarftu í huga að síðast þegar við Skagamenn féllum þá komum við tvíefld til baka og unnum deildina fimm ár í röð sem engu öðru liði hefur tekist síðan tekin var upp tvöföld umferð.

KR-ingum óska ég alls hins besta og hitti þá hressa og káta á vellinum fljó aftur. þér að segja þá sögðu Kr-ingar við mig eftir leikinn í dag að það væri ekki hálft gaman í úrvalsdeild þegar þar vantaði Skagamenn

 Lifðu heill

Sigrún Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:01

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

KRingar fá nú heldur ekki fagrar kveðjur frá Skagamönnum.

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 20:37

6 identicon

Sæll Sigurður.

 Ljótar kveðjur frá hverjum sem er er leiðindamál, en ekki afsökun

Sigrún Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband