Mjólkin hækkar (mbl.is)

Ég er nú sáttur eins lengi og brennivínið hækkar ekki meira.


Mjólk og mjöður annar hækkar
mjög er Skallinn bráður.
En typpið á mér stöðugt stækkar
og stendur hart sem áður.


Svikakommarnir (nú í Samfylkingarsvikaflokknum)

Gaura þessa flesta þekki
þá sem voru í Flokknum.
Gott er að þeir geispa ekki
golunni úr skrokknum.


Skemmtilegur dagur

Natalie-Cassidy 

Fyrir voru fési stóð /
fögur nakin gyðja
Undireins ég stífur óð /
uppá hana miðja

Ástarþráin oss var léð
ofar fremstu vonum.
Er nú oftast nefið með
oní ungum konum


Nú er mér nóg boðið

Var að heyra að Skallagrímur eða Skattagrímur ætli að hækka álögur á brennivínið. Ég mótmæli allur eða fullur eða bara svoleiðis.

Samdi þessa hjá þessum framsóknarfjósamanni Halli Magnússyni áðan. Set hana hér inn.

Skattagrímur skammar menn
og skellir toll á vínið.
Ég tel mig hafa timburmenn
af tilhugsun um svínið.


Um ESB og okkur vinstrimenn.

Illa líst mér á þetta Evrópudaður stjórnarinnar. Ámóta er ég hrifinn af þessu og NATO á sínum tíma. Ekki kaus ég Vinstri Græna til að afselja okkur sjálfstæðinu. Af því tilefni er hér ort:

Nú evrógraðir grænir senn
gráta meðal svanna
Því typpin fengu timburmenn
af totti kjósendanna


Að Slútnesi

Ég hef eignast nýja bloggvini af róttækari gerðinni. Mér þykir því við hæfi að endurbirta fyrir þá rúmlega 60 ára gamla ferðasögu okkar í Æskulýðshreyfingunni til heiðurs þess að sósíalisminn hefur loks tekið völdin. Þessi ferð yljar mér alltaf um hjartaræturnar þegar ég minnist hennar. Þessi fátæklegu orð ritaði ég hér í fyrra, hefst þá sagan:

Það var hér í gamla daga, meðan það þótti fínt að vera sósíalisti, helst af öllu ungur sósíalisti. Þá skömmuðust menn sin ekki fyrir skoðanir sínar og fóru í feluleik eins og nú er gert.

Nei og aftur nei. Þetta var í gamla daga meðan menn máttu hafa róttækar skoðanir og þurftu ekkert að skammast sín fyrir þær.

Þetta var um mitt sumar 1948, áður en Ísland gekk í NATÓ og friðsæld var mikil í landi og meðal þjóðar. Þá vorum við KRingar að hrifsa til okkar Íslandsmeistaratitilinn frá þessum fáráðum í Fram. Þessu félagi má þó ekki líkja við þá "framara" sem ort var um í vísunni frægu.

Fram þjáðir menn í þúsund löndum
þjakaðir af drykkju og greddu.
Og haf'ekkert meir undir höndum
en hlýjuna af Snorra-Eddu.

Ég man að ég reis upp við dögg í litla risherberginu mínu á Lindargötunni við þrumur og eldingar. Ég varð nú hálf smeykur við þetta, en gat þó huggað mig við ég svaf sem betur fer ekki einn þá nótt. Ég hafði kynnst stúlku í Æskulýðsfylkingunni, afar huggulegri stelpu að austan. Ég man ekki lengur frá hvaða sveit, en hún lá nærri einhverju fiskiþorpinu. Þetta var eiginlega fyrsta ástin í lífi mínu. Fyrsta ástin sem eitthvað kvað að.

Hvorugt okkar gat sofnað aftur, en nóg um það.

Þennan dag fórum við um það bil þrjátíu félagar í Æskulýðsfylkingunni í sumarferðalag norður og austur og svo framvegis. Guðmundur Jónasson var fararstjóri, mig minnir að hann hafi verið í forsvari fyrir okkur ungsósíalista á þeim tíma, eða amk meðal helstu foringjanna. Afar indæll maður.

Við stoppuðum fyrst í Ferstiklu. Þá voru engin göng og vegir erfiðir. En þetta hafðist. Þar drukkum við kaffi og sungum nokkra baráttusöngva. Við vorum semsagt stödd í návígi við lægi það sem herskip hans hátignar notaði meðal annars til að klyfja skip í förum norður til Múrmansk til hjálpar Stalín sjálfum á stríðsárunum. Við fórum samt voðalega lítið út úr húsi enda var leiðinlegt veður, rigning með köflum og hryssingslegt yfir að líta.

Við ókum síðan að Fornahvammi þar sem matur beið okkar. Mikið var maður nú feginn. Garnirnar voru farnar að gaula hærra í mér en í garnastöð Sambandsins forðum. Ég og daman mín skutumst afsíðis smá stund en síðan var haldið áfram yfir Holtavörðuheiði og náum til Blönduóss rétt eftir miðnætti. Þar reistum við tjöld fyrir framan gistihúsið. Dimmt var yfir en engin rigning.

Ég fékk auðvitað að skora mark þarna á Blönduósi, enda höfum við KRingar löngum verið sókndjarfir.

Við héldum síðan áfram í súld og leiðinda veðri. Upphaflega ætluðum við að drekka kaffi í Varmahlíð, en lítið varð úr því. Við stímdum beina leið til Akureyrar og fengum okkur í svanginn á hóteli þar. Man ekki hvað það heitir eða hét. Við skoðuðum síðan Akureyri í nokkra klukkutíma og fékk ég nokkra blauta kossa þarna í garði einhvers staðar. Ég man voða lítið annað frá staðnum, annað en að einhverjir íhaldsdrengir eða framsóknarfjósamenn á svipuðum aldri og við hreyttu að okkur ónotum; töluðu um kommúnistakóna og sögðu að við værum svikarar við íslensku þjóðina.

Ég efa þó að nokkur þeirra hafi elskað Ísland og íslenska þjóð eins heitt og meðaljóninn í hópi okkar. Við vorum þó amk ekki búnir að girða niður um okkur fyrir Kananum.

En til að gera langa sögu stutta héldum við áfram ferð okkar og ókum austur í þingeyska framsóknarloftið. Við ætluðum að skoða okkur þar um, mæna á hið fagra umhverfi Mývatns og skoða gróður í Slútnesi, sem ku vera gróðursælasti blettur á Íslandi. Og þangað komumst við, þreytt og lúin.

En ég var nokkuð sæll með dís drauma minna í fanginu alla leiðina. Æjá, þá var maður ungur og lék sér.

En ekki vissi ég þá, að í þessum góða hópi, væru svikarar, sem aðeins rúmum mánuði síðar tóku að ybba gogg vegna Tékkagaldursins. En sem betur fer voru þeir fáir.

En því miður var dís drauma minna í þeim hópi.


Nýjar vísur.

Þessum vísum skellti ég fram hjá eldhuganum unga, Þór Jóhannessyni, í umræðu varðandi næsta leikhússtjóra:

Kollu Halldórs tómi haus
hangir upp að enni
En mengunin er makalaus
úr munninum á henni

Tinna Gunnlaugs teigar þrjá
tekíla úr staupi.
En Kolla endurvinnur þá
í áramótaskaupi.


Trúskipti

Nú byltingin kemur úr borgara ranni
og brýst fram í þessari hrinu.
Samfóið mistókst að verða að manni
en mellaðist hjá íhaldinu.

Forustan feiga nú hrekjast skal burt
og framtíðarhópur út gengur. 
Hyskið skal frá, mér er skítsama hvurt
skandall að hafa það lengur.

Stjórna mun Steingrímur Joð. öllu hér
og stjarnan úr austri upp rísa.
Hið gjörspillta íhald í Gúlagið fer
og gálgann, ef því er að vísa.








Framsókn auðvitað

Æ, ég byrjaði að blogga aftur, allt Framsóknarflokknum að kenna, já, og Stormskeri. Setti smá bull inn hjá honum áðan: http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/774749/#comment2120743

 

Þú ert maður að mínu skapi Sverrir, með hreðjarnar neðanlóks. 

Mig grunar að með þessum ungu mönnum sem hafa tekið við flokknum verði einungis smávægilegar áherslubreytingar. Framsókn er og verður Framsókn. Mig grunar að helsta áherslubreytingin á stöðu hins nýja formanns verði sú, að allt kossaflens formannsins við rollur, beljur og jafnvel naut, skuli hér eftir fara fram fyrir luktum dyrum.

Framsóknar öflugar eljur

espast og súpa hveljur

Þó foringjann kjósi

'ann finnst inní fjósi

feiminn að sleikja beljur.

 

En spurning að bæta aðeins við:

Ónýtur er 'essi Framsóknarflokkur
ferlega þreytandi öllum.
Sjálfsagt er 'ann notaður smokkur
á sýfílískum bóndaböllum.

 

P.S. Bætti svo við hjá Sverri:

Framsóknarflokkur er búinn að vera
finnur sér lítið nytsamt að gera.
En vilji hann vótin
víst mætti snótin
hún Siv bæði brjóstin sín bera.


Ástandið


Á Íslandi er allt víst að fara til fjandans
og framsókn ei mörgum líknar.
En rekja má flestar rætur vandans
rakleitt til græðgi og viagrafíknar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband